fimmtudagur, 25. október 2012

Með breytingum koma oft góðu hlutirnir

Já fljótt skipast veður í lofti og miklar breytingar í vændum hjá heimilisfólkinu í Skeljagarðinum. Nú skal pakka öllu dótinu saman og flytja sig um set. Við erum svo sem ekkert að fara langar leiðir en það þarf nú samt að raða lífinu ofan í kassa, pakka saman minningunum um veru okkar hér sl. fjögur ár. Allir voða spenntir að komast í meira pláss, vera svolítið sér og geta teygt aðeins úr fótleggjunum.

Ég fyrir mitt leyti er mest spenntust fyrir eldhúsinu. Það er heljarinnar stórt með góðum skápum og fullt af borðplássi. Sem þýðir að þá get ég bakað, eldað og prufað meira, allar þessar uppskriftir sem liggja í dvala á bak við eyrað og hafa beðið eftir sínum tíma. Oh það verður svo gaman hjá mér. Já og vonandi ykkur líka því að sjálfsögðu þýðir það að ég skrifa fleiri uppskriftir hér inn.

Fram að flutningum þarf ég að spara, spara voða mikið, það er ekki ódýrt að flytja og því þarf ég að hafa allar klær úti og vera extra sniðug með stærsta útgjaldalið heimilisins, matarinnkaup og matargerð. Það er ekki auðvelt þegar maður býr með 2 unglingum sem eru að stækka í það óendanlega og borða eftir því.
Ég kaupi mikið af ávöxtum handa þessum úlfum mínum og það passar reyndar ljómandi vel við akkúrat núna, búandi í landi þar sem epli vaxa á trjánum og núna er þeirra úppskerutími og því epli ódýrt fóður, fyrir úlfa. Já ok, ég er enn og aftur að tala um epli en af því að ég gerði Eplasmjörið um daginn, og þá varð til svo gríðar mikið af afskurði/flusi sem fór í ruslið, þá fór ég að pæla. Já annars, Eplasmjörið var algjört hit hjá öllum sem hafa smakkað og því þarf ég að búa til annan skammt og hafa hann stærri í þetta sinnið.

En alla vega þetta með afskurðinn. Ég mundi eftir að hafa horft á þátt í sjónvarpinu, River Cottage. Mjög skemmtilegir matarþættir um að vera sjálfum sér nógur og hvað maður getur fengið út úr litlu með því að gera hlutina eins ikið sjálfur og hægt er. Já aftur að hugmyndinni og því sem ég mundi eftir.
miðvikudagur, 17. október 2012

Greinar, haustlykt og sumarbústaður



Loksins fór ég í greinaleiðangur. Búið að vera rigning hérna í bústaðnum og því hef ég skotið því svolítið á frest síðustu daga. En dagurinn í dag er búin að vera þekkalega þurr svo ég hefði enga afsökun lengur. Því miður fann ég ekki akkúrat trjátegundina sem ég var að leyta að og ég er sko svo langt því frá að vera með tegundirnar á hreinu, tré er nánast bara tré í mínum þekkingarbókum, fór ég bara og fann mér greinar sem voru tiltölulega beinar og sveigjanlegar. Vopnuð klippum fékk hver greinin á fætur annari að falla í vaðið og hreinsuð hálf deyjandi gul laufblöð af herlegheitunum. Ég safnaði saman einum 20 greinum og hófst svo handa við að sveigja og beygja og flétta saman í góðann krans.


Hérna er ég búin að flétta saman tvennslags greinum, annar er laufblaðalaus í grænum lit, hinn er úr einhverjum krækklóttum smágreinum sem Hanni fann og ég sveigði saman á mettíma. Bíð svo eftir að laufin falli af eða þorni. Báðir fallega heimagerðir og ég ánægð með dagsverkið. Þessir fá svo að bíða þess að leyfilegt sé að jólaskreyta í byrjun des.

Eftir góðann útitíma var komin einhver hrollur í mig og því ekki úr vegi að skella í eina haustlega

sunnudagur, 14. október 2012

Náttúrulegar hugmyndir...fyrir jólin

Þar sem ég sit núna í sumarhúsi út í skógi og horfi út um gluggann á öll tréin hér fyrir utan dettur mér í hug að nú ætti ég auðvitað að nota tækifærið og ná mér í smávegis greinar í jólaskraut. Ég hef verið dugleg að safna í sarpinn á vappi mínu um vefinn, allra handa hugmyndum af handverki og hönnun sem mér þykir flott og langar að spreyta mig á. Þennan krans t.d. langar mig agalega mikið í og ég veit að það er ekkert mál að fara út í búð og kaupann, það er bara langt svo í frá að vera eins skemmtilegt, auk þess sem ánægjan við það að gera eitthvað sjálfur í höndunum er svo dásamleg. Alla veg í ár ætla ég að búa þennan til. Þennan krans er svo hægt að skreyta og nota að sjálfsögðu allt árið um kring, bara skipta út skrautinu sem fer á hann. Ég lofa að þegar ég er búin að gera þennan og jólaskreyta hann tek ég myndir og set hér inn.
fimmtudagur, 11. október 2012

Öðruvísi lasagne

Einn af uppáhalds réttum Jónasar Elís er Lasagne, heimagert lasagne, og þá skiptir það eiginlega engu máli hvað er innan í bara honum þykir Lasagne gott. Verulega gott.
Í gær var s.s. unglingurinn að kvarta yfir móður sinni, sagðist aldrei fá MAT. Hrummh! (Marge Simson style) heyrðist nú í móðurinni og hún hugsaði sitt.

Þetta þýðir auðvitað, og það veit hann, að þegar ég heyri svona þá elda ég eitthvað uppáhalds handa honum. Í dag er það sumsé Lasagne. Ekki þetta venjulega samt, þetta með kjöthakkinu, heldur mín "sérstaka" ítalska útgáfa af Lasagne með loftþurrkaðri skinku, spínat og rjómaostfyllingu. Eitthvað sem ég uppgötvaði þegar ég var að horfa á þátt með Giada De Laurantiis á Food network. Að sjálfsögðu er ég búin að laga hana aðeins til því ég get aldrei gert alveg eftir uppskrift og líka er stundum ekki alveg fáanlegt í næstu búð það sem fer í hennar útgáfu. ég skal samt láta Giada innihald fylgja með með rauðu, þannig að þið getið prufað fínni uppskriftina hennar, en aðferðin er sú sama, skinkan og osturinn er bara helmingi dýrari og fæst ekki alls staðar, það sem ég geri þó fram yfir hana er að ég bý til mína eigin tómatsósu, hún notar keypta.

Af eplum, appelsínum og októbersól

Eitt sem mér þykir alveg nauðsynlegt, það er að reyna að búa sem flest til sjálf. Þ.e. sérstaklega matinn minn. Síðan ég flutti hingað út til Danmerkur höfum við hjónin verið dugleg við að prufa okkur áfram með allra handa uppskriftir og aðferðir, búið til okkar eigin Chorizo pylsur (sem heppnuðust ekki alveg 100%) allar sósur, brauð (í 70% tilvika er heimabakað) og já bara nefna það. Haustið er líka akkúrat tíminn til að búa sér í haginn fyrir vetur komandi, sulta og svoleiðis og um að gera að nýta sér það að ávextir og grænmeti er oft á tíðum á góðu verði á þessum árstíma því gnótt er af uppskerunni eftir sumarið.

Í gær var s.s. niðursuða á dagskránni, eithvað sem stendur reyndar yfir enn því appelsínu, sítrónu, engifer marmilaðið er ekki tilbúið enn. Mér áskotnaðist hellingur af gömlu góðu eplunum, appelsínum og sítrónum og að sjálfsögðu fór ég að brasa við þetta í gær. Byrjaði ég á eplunum og langaði mikið til að búa til eitthvað sem smell passaði ofan á ristað brauð. Þar sem ég hef verið dugleg að sanka að mér dönskum matreiðslubókum upp á síðkastið fór ég og dró fram eina sem er bara með epla og peru uppskriftum. Þar á öftustu síðu fann ég uppskrift af Eplasmjöri (Apple Butter - Æblesmør) sem mér leyst svakalega vel á og þannig vildi til að ég átti allt í.
miðvikudagur, 10. október 2012

Eitt lítið getur gert margt stórt

Datt í hug þegar ég var að fara yfir myndirnar mínar og sá þessa
að þó það sé ennþá nokkuð í jólin þá er akkúrat núna tíminn til að safna könglum í aðventukransinn. Þennan gerði ég fyrir 2 árum síðan, sá hann í Bo Bedre blaði og kolféll alveg hreint fyrir honum. Óhefðbundnir litirnir er eiginlega alveg eftir mínu höfði en að sjálfsögðu er hægt að gerann í hvaða lit sem er, engin takmörk þar. Það þarf einhvern helling af könglum í eitt stykki og svo slatta af tíma og þolinmæði í að mála þá en ef maður hefur aðstöðuna þá er líka alveg hægt að spreymála könglana. Við tókumokkur saman tvær vinkonur og gerðum sitt hvorn og bjuggum til allra handa skemmtilegheit fyrir alla fjölskylduna í því sambandi. Byrjuðum á því að drífa báðar fjölskyldurnar með í skógarferð, til að tína könglana, drekka kakó og steikja sykurpúða. Úr ferðinni varð alveg frábær 3ja tíma langt ferðalag í skóglendi norður Jótlands og allir fengu roð í kynnar og við uppskárum tvo höldupoka af könglum.
Næst var svo að þurrka könglana (já og losna við öll kvikindin sem leyndust inn í þeim). Allt var skellt í baðkarið og skolað vel, síðan lagt á dagblöð á gólfið og þurrkað í 2 daga.

Hvað er ljótt og hvað er fallegt?

Við sjáum hlutina svo ótrúlega misjöfnum augum og er það vel. Sem betur fer er smekkur manna eins misjafn, eða þar um bil, eins og mennirnir eru margir (lesist hér smekkur kvenna). Það er alla vega það sem ég komast að fljótlega eftir að ég kynntist manninum mínum, hans smekkur er ekki alltaf alveg í takt við minn.
En eins og ég skrifaði á Fecbókina þá sýnir þessi örsaga hvað maður getur upplifað skemmtilega hluti og upplifað þá öðruvísi en sinn heittelskaði.

Þetta skrifaði ég á vegginn minn:
"Það getur stundum borgað sig að vera ótrulega þolinmóð og þrjósk, það sýndi sig í dag. Þeir sem þekkja manninn minn vita hve ótrulega fastheldinn hann getur verið og ef eitthvað er ekki bilað (lesist hér ljótt) þá þarf bara ekkert að laga það. Nú s.s. þá hef ég alla okkar hjónatíð tekið undir mig hýbíli okkar og lagað þau eins og ÉG vil (orð eiginmannsins) og hvurgi gefið eftir eitt einasta horn fyrir hann og til að bæta gráu ofan á svart þá ræð ÉG sko öllu hvernig hlutirnir eiga að vera.
þriðjudagur, 9. október 2012

Ný byrjun eður ei?

Var að hugsa, sat úti á svölunum hjá mér með morgunkaffið og rýndi á októbersólina, hugsa um hvort ekki væri komin tími til að drífa sig í að blogga aftur. Finnst hvort eð er svo gaman að skrifa og á vegginn á fécbókinni er ég farin að skrifa langa statusa sem slafra upp í að vera blogg. Já svo því ekki bara koma sér í gang aftur?!?!

Mundi svo eftir því að ég hafði búið til aðgang að þessari bloggsíðu meðan ég var í Multimedianáminu og því bara fínt að laga þetta aðeins til og láta vaða.

Hér ætla ég að safna saman öllu sem mér dettur í hug, uppskriftum, DIY verkefnum, því sem ég er bara að sísla við hverju sinni og þar sem ég er svo endemis mikil skorpukona þá spái ég því að hér komi til með að kenna ýmissa grasa. Nú ætla ég að skella í mig einu kaffibollanum í viðbót (á svölunum) og kíkja svo yfir myndirnar mínar og athuga hvort ég finni ekki eitthvað að setja hér inn, svona svo þetta verði ekki bara alls nakið svona til að byrja með.
Kaffisopinn í októbersólinni í Skeljagarðinum

Sjáumst á eftir!

Blog Archive

Vinsælast

Flokkar

Knúið með Blogger.
Follow Me on Pinterest