miðvikudagur, 7. nóvember 2012

Það finnst margt fallegt í því ljóta

Stjörnumunstrið komið á niðursuðudósina
Sáraeinfalt en smá undirbúning þarf áður en
farið er að hamra á dósinni.
Verð að segja það að mér þykja niðursuðudósir ekkert sérstaklegt augnayndi og hef ekki gert það að reglu að safna slíkum dósum, svona fram til miðs sumars. datt þá niður á þessa hugmynd, og reyndar ekki alveg í fyrsta skiptið sem hún varð á vegi mínu, og ákvað að láta nú verða af því að gera svona endurvinnsluljósker. Fyrir allmörgum árum fékk ég gefins eina svona dós með fallega "negldu" munstri. Hún kom frá beint frá suður Afríku, kunningjakona mín hafði keypt hana af götusala sem hjó munstrið á staðnum. Dósin hékk í mörg ár í glugganum í eldhúsinu á Eyrarveginum og endrum og eins leit ég á hana og hugsaði að þetta væri nú svo sára einfalt en samt svo fallegt, þegar ljósið skyni í gegnum munstruð götin, og ég gæti nú alveg gert svona. Svo liðu árin og aldrei gerði ég neitt með þetta.
Nú loksins svona fjölda mörgum áarum síðar lét ég loksins verða af þessu og skil ekkert í því af hverju ég er ekki löngu búin að þessu.

Fátt fallegra en loginn af kertinu á dimmu haustkvöldi og þegar það fær svona fallegt munstur til að lýsa í gegnum fær það alveg himnest útlit.


Maður byrjar auðvitað á því að þvo niðursuðudósinu vel og vandlega. að því loknu er hún fyllt nánast alveg upp að brún með vatni og sett í frysti. Þegar vatnið er fullfrosið er hægt að taka dósina og byrja að hamra munstrið. með því að frysta vatn innan i dósinni hyndrar þú að hún falli saman þegar þú ferð að hamra á henni með naglanum.
hér eru 2 af mínum munstrum sem þér er velkomið að nota, til eigin nota samt ekki endursölu :-)
Stjörnumunstur
Mánamunstur

Prentaðu munstrið út og klipptu þannig að það passi utanum um dósina, límdu með límbandi svo það haldist fast utanum hana. Það er svo algjörlega þitt að finna út og ákveða hve þétt og hve stór götin eru. Leggðu dósina á t.d. handklæði eða viskastykki, á hliðina og byrjaðu að hamra naglanum í eftir munstrinu. Fallegast er ef þú nærð að gera jafn mörg göt á hverja hlið munstursins. Til að hengja dósina upp er einfaldlega gert tvö göt á móti hvort örðu efst á dósina og hnýta góðann frekar þykkan vír í fyrir hanka.

Fann þessa á netinu, margar ótrúlega flottar hugmyndir sem hægt er að
fara eftir með því að googla tin can lanterns
















n.b.
Ég er langt í frá að þykjast vera einhver handverksgúrú og margar af þeim hugmyndum sem ég á eftir að birta hér eru ekki neitt sem ég hef fundið upp og ég er ekkert að þykjast neitt með það. Það sem fyrir mér vakir er að vekja athygli og kveikja hugmyndir hjá þeim, sem nenna að lesa þessi skrif mín, til að skapa eitthvað sjálfir, fá smá hjálp og uppskriftir til að framkvæma nú eða bara skemmta sér við lesturinn og láta sig dreyma um að einn góðan veðurdag læturðu verða að því að gera eitthvað sem þú sást hér á síðunum.
Alla vega vona ég að þú eigir eftir að njóta einhvers af því sem ég set hér inn.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér Hrafnhildur, til að gera þetta enn auðveldara má líka nota borvél og bora götin : )
Kveðja Dagný

Unknown sagði...

Já það er alveg hægt Dagný, en mér finnst það reyndar ekki gera það auðveldara, bara minni hávaða. Nema maður hafi svona litla hobbývél. En takk fyrir tipsið!

Blog Archive

Vinsælast

Flokkar

Knúið með Blogger.
Follow Me on Pinterest