miðvikudagur, 2. janúar 2013
Allt svo nýtt en þó svo gamalt
Nú verðið þið aldeilis að afsaka mig. Hér er búið að vera alveg hreint brjálað að gera og ótrúlegt hvað verkefnin hrannast alltaf upp á sama tíma hjá manni. Allan desembermánuð vorum við afar upptekin að pakka niður og flytja mála gömlu íbúðina og skila henni af okkur og á sama tíma var ég á námskeiði 6 tíma á dag og aul þess að rembat við að gera vefsíðu fyrir danskt fyrirtæki og var komin á deadline með hana. Það væri synd að segja að mér hafi leiðst en mikið sem við vorum orðin úrvinda af þreytu kvöldið sem allt dótið var komið inn í nýja húsið. Af þessum sökum kom ekki stafur frá mér hér á síðuna og það er auðvitað alveg agalegt.
En hvað um það nú er aðeins farið að hægjast um og búið að taka upp úr allflestum flutningskössum, þó eitthvað sé enn eftir, og koma hlutunum í þokkalegt ástand. Við héldum alla vega hátíðleg jól, borðuðum einhver býsn og slöppuðum af inn á milli.
En hvað um það nú er aðeins farið að hægjast um og búið að taka upp úr allflestum flutningskössum, þó eitthvað sé enn eftir, og koma hlutunum í þokkalegt ástand. Við héldum alla vega hátíðleg jól, borðuðum einhver býsn og slöppuðum af inn á milli.
þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Persónulegt á jólapakkann - DIY verkefni
Þar sem ég sé ekki fram á að verða að jólabjöllu í ár, vegna flutninga fjölskyldunnar, en vil auðvitað ekki alveg missa af herlegheitunum, ákvað ég að skella inn einum litlum snjókarlamerkimiða sem þið getið gert á nánast engum tíma. Af hverju? Því ég elska fátt meira en að jólaskreyta og helst vil ég hafa það eitthvað handgert og vona svo sannalega að það séuð þið líka. Hvað er meira persónulegt en jólagjöf með heimagerðum merkimiða?
Nú er um að gera að grafa fram jólalögin, búa til smá heitt súkkulaði nú eða jafnvel jólaglögg og skella sér í nokkra snjókarla. Afar einfalt og fyrir alla aldurshópa.
Nú er um að gera að grafa fram jólalögin, búa til smá heitt súkkulaði nú eða jafnvel jólaglögg og skella sér í nokkra snjókarla. Afar einfalt og fyrir alla aldurshópa.
miðvikudagur, 7. nóvember 2012
Það finnst margt fallegt í því ljóta
Stjörnumunstrið komið á niðursuðudósina Sáraeinfalt en smá undirbúning þarf áður en farið er að hamra á dósinni. |
Nú loksins svona fjölda mörgum áarum síðar lét ég loksins verða af þessu og skil ekkert í því af hverju ég er ekki löngu búin að þessu.
Fátt fallegra en loginn af kertinu á dimmu haustkvöldi og þegar það fær svona fallegt munstur til að lýsa í gegnum fær það alveg himnest útlit.
sunnudagur, 4. nóvember 2012
Af litlum efnum koma góðu hugmyndirnar
Síðustu vikur hef ég skoðað hundruðir af híbýlum, stórum og smáum, gömlum og nýjum, fallegum og ljótum og eiginlega allt þar á milli. Við fjölskyldan ákváðum nefnilega ekki fyrir svo löngu að við þyrftum að flytja okkur um set. Fundum reyndar draumahúsið og stóðum með samninginn í höndunum, tilbúin að skrifa undir þegar við fengum þau skilaboð að húsið var selt. Mikil vondbryggði hjá öllum fjölskyldumeðlimum, enda farin að innrétta húsið í huganum og rífast (í góðu þó) um hver fengi stæðsta herbergið. En þetta bakslag þýddi auðvitað að leitin að draumahúsinu fór aftur í gang og því hef ég nú setið yfir tölvunni og skoðað og skoðað. Við ætlum að halda okkur við planið að flytja héðan úr Skeljagarðinum og rembast við að finna heimili nær vinnunni hans Hanna og óskastaðan er að það fylgi bílskúr og garður. Við erum ekkert að biðja um einhverja höll, enda ekki vön því að búa þannig, bara hús með smá privat og plássi fyrir alla og okkar áhugamál.
Með þessa ákvörðun okkar byrjaði s.s. ballið. Pappakassar komu í stríðum straumi inn á gólf og það sem við höfum lengi hugsað til með hryllingi hófst. Að pakka niður.
Með þessa ákvörðun okkar byrjaði s.s. ballið. Pappakassar komu í stríðum straumi inn á gólf og það sem við höfum lengi hugsað til með hryllingi hófst. Að pakka niður.
fimmtudagur, 25. október 2012
Með breytingum koma oft góðu hlutirnir
Já fljótt skipast veður í lofti og miklar breytingar í vændum hjá heimilisfólkinu í Skeljagarðinum. Nú skal pakka öllu dótinu saman og flytja sig um set. Við erum svo sem ekkert að fara langar leiðir en það þarf nú samt að raða lífinu ofan í kassa, pakka saman minningunum um veru okkar hér sl. fjögur ár. Allir voða spenntir að komast í meira pláss, vera svolítið sér og geta teygt aðeins úr fótleggjunum.
Ég fyrir mitt leyti er mest spenntust fyrir eldhúsinu. Það er heljarinnar stórt með góðum skápum og fullt af borðplássi. Sem þýðir að þá get ég bakað, eldað og prufað meira, allar þessar uppskriftir sem liggja í dvala á bak við eyrað og hafa beðið eftir sínum tíma. Oh það verður svo gaman hjá mér. Já og vonandi ykkur líka því að sjálfsögðu þýðir það að ég skrifa fleiri uppskriftir hér inn.
Fram að flutningum þarf ég að spara, spara voða mikið, það er ekki ódýrt að flytja og því þarf ég að hafa allar klær úti og vera extra sniðug með stærsta útgjaldalið heimilisins, matarinnkaup og matargerð. Það er ekki auðvelt þegar maður býr með 2 unglingum sem eru að stækka í það óendanlega og borða eftir því.
Ég kaupi mikið af ávöxtum handa þessum úlfum mínum og það passar reyndar ljómandi vel við akkúrat núna, búandi í landi þar sem epli vaxa á trjánum og núna er þeirra úppskerutími og því epli ódýrt fóður, fyrir úlfa. Já ok, ég er enn og aftur að tala um epli en af því að ég gerði Eplasmjörið um daginn, og þá varð til svo gríðar mikið af afskurði/flusi sem fór í ruslið, þá fór ég að pæla. Já annars, Eplasmjörið var algjört hit hjá öllum sem hafa smakkað og því þarf ég að búa til annan skammt og hafa hann stærri í þetta sinnið.
En alla vega þetta með afskurðinn. Ég mundi eftir að hafa horft á þátt í sjónvarpinu, River Cottage. Mjög skemmtilegir matarþættir um að vera sjálfum sér nógur og hvað maður getur fengið út úr litlu með því að gera hlutina eins ikið sjálfur og hægt er. Já aftur að hugmyndinni og því sem ég mundi eftir.
Ég fyrir mitt leyti er mest spenntust fyrir eldhúsinu. Það er heljarinnar stórt með góðum skápum og fullt af borðplássi. Sem þýðir að þá get ég bakað, eldað og prufað meira, allar þessar uppskriftir sem liggja í dvala á bak við eyrað og hafa beðið eftir sínum tíma. Oh það verður svo gaman hjá mér. Já og vonandi ykkur líka því að sjálfsögðu þýðir það að ég skrifa fleiri uppskriftir hér inn.
Fram að flutningum þarf ég að spara, spara voða mikið, það er ekki ódýrt að flytja og því þarf ég að hafa allar klær úti og vera extra sniðug með stærsta útgjaldalið heimilisins, matarinnkaup og matargerð. Það er ekki auðvelt þegar maður býr með 2 unglingum sem eru að stækka í það óendanlega og borða eftir því.
Ég kaupi mikið af ávöxtum handa þessum úlfum mínum og það passar reyndar ljómandi vel við akkúrat núna, búandi í landi þar sem epli vaxa á trjánum og núna er þeirra úppskerutími og því epli ódýrt fóður, fyrir úlfa. Já ok, ég er enn og aftur að tala um epli en af því að ég gerði Eplasmjörið um daginn, og þá varð til svo gríðar mikið af afskurði/flusi sem fór í ruslið, þá fór ég að pæla. Já annars, Eplasmjörið var algjört hit hjá öllum sem hafa smakkað og því þarf ég að búa til annan skammt og hafa hann stærri í þetta sinnið.
En alla vega þetta með afskurðinn. Ég mundi eftir að hafa horft á þátt í sjónvarpinu, River Cottage. Mjög skemmtilegir matarþættir um að vera sjálfum sér nógur og hvað maður getur fengið út úr litlu með því að gera hlutina eins ikið sjálfur og hægt er. Já aftur að hugmyndinni og því sem ég mundi eftir.
miðvikudagur, 17. október 2012
Greinar, haustlykt og sumarbústaður
Loksins fór ég í
greinaleiðangur. Búið að vera rigning hérna í bústaðnum og því hef ég skotið
því svolítið á frest síðustu daga. En dagurinn í dag er búin að vera þekkalega
þurr svo ég hefði enga afsökun lengur. Því miður fann ég ekki akkúrat
trjátegundina sem ég var að leyta að og ég er sko svo langt því frá að vera með
tegundirnar á hreinu, tré er nánast bara tré í mínum þekkingarbókum, fór ég
bara og fann mér greinar sem voru tiltölulega beinar og sveigjanlegar. Vopnuð
klippum fékk hver greinin á fætur annari að falla í vaðið og hreinsuð hálf
deyjandi gul laufblöð af herlegheitunum. Ég safnaði saman einum 20 greinum og
hófst svo handa við að sveigja og beygja og flétta saman í góðann krans.

Hérna er ég búin að flétta saman tvennslags greinum, annar er laufblaðalaus í grænum lit, hinn er úr einhverjum krækklóttum smágreinum sem Hanni fann og ég sveigði saman á mettíma. Bíð svo eftir að laufin falli af eða þorni. Báðir fallega heimagerðir og ég ánægð með dagsverkið. Þessir fá svo að bíða þess að leyfilegt sé að jólaskreyta í byrjun des.
Eftir góðann útitíma var komin einhver hrollur í mig og því ekki úr vegi að skella í eina haustlega
sunnudagur, 14. október 2012
Náttúrulegar hugmyndir...fyrir jólin
Þar sem ég sit núna í sumarhúsi út í skógi og horfi út um gluggann á öll tréin hér fyrir utan dettur mér í hug að nú ætti ég auðvitað að nota tækifærið og ná mér í smávegis greinar í jólaskraut. Ég hef verið dugleg að safna í sarpinn á vappi mínu um vefinn, allra handa hugmyndum af handverki og hönnun sem mér þykir flott og langar að spreyta mig á. Þennan krans t.d. langar mig agalega mikið í og ég veit að það er ekkert mál að fara út í búð og kaupann, það er bara langt svo í frá að vera eins skemmtilegt, auk þess sem ánægjan við það að gera eitthvað sjálfur í höndunum er svo dásamleg. Alla veg í ár ætla ég að búa þennan til. Þennan krans er svo hægt að skreyta og nota að sjálfsögðu allt árið um kring, bara skipta út skrautinu sem fer á hann. Ég lofa að þegar ég er búin að gera þennan og jólaskreyta hann tek ég myndir og set hér inn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hildur
- Unknown
Vinsælast
-
Datt í hug þegar ég var að fara yfir myndirnar mínar og sá þessa að þó það sé ennþá nokkuð í jólin þá er akkúrat núna tíminn til að safn...
-
Stjörnumunstrið komið á niðursuðudósina Sáraeinfalt en smá undirbúning þarf áður en farið er að hamra á dósinni. Verð að segja það að...
-
Síðustu vikur hef ég skoðað hundruðir af híbýlum, stórum og smáum, gömlum og nýjum, fallegum og ljótum og eiginlega allt þar á milli. Við f...
Flokkar
- DIY (7)
- endurvinnsla (6)
- epli (2)
- Haust (1)
- húsgögn (3)
- hönnun (6)
- Ítalskt (1)
- jól (2)
- kaffi (1)
- marmilaði og mauk (2)
- Matur (4)
- myndir (2)
- sól (1)
- uppskriftir (4)
Knúið með Blogger.