þriðjudagur, 13. nóvember 2012
Persónulegt á jólapakkann - DIY verkefni
Þar sem ég sé ekki fram á að verða að jólabjöllu í ár, vegna flutninga fjölskyldunnar, en vil auðvitað ekki alveg missa af herlegheitunum, ákvað ég að skella inn einum litlum snjókarlamerkimiða sem þið getið gert á nánast engum tíma. Af hverju? Því ég elska fátt meira en að jólaskreyta og helst vil ég hafa það eitthvað handgert og vona svo sannalega að það séuð þið líka. Hvað er meira persónulegt en jólagjöf með heimagerðum merkimiða?
Nú er um að gera að grafa fram jólalögin, búa til smá heitt súkkulaði nú eða jafnvel jólaglögg og skella sér í nokkra snjókarla. Afar einfalt og fyrir alla aldurshópa.
Nú er um að gera að grafa fram jólalögin, búa til smá heitt súkkulaði nú eða jafnvel jólaglögg og skella sér í nokkra snjókarla. Afar einfalt og fyrir alla aldurshópa.
miðvikudagur, 7. nóvember 2012
Það finnst margt fallegt í því ljóta
Stjörnumunstrið komið á niðursuðudósina Sáraeinfalt en smá undirbúning þarf áður en farið er að hamra á dósinni. |
Nú loksins svona fjölda mörgum áarum síðar lét ég loksins verða af þessu og skil ekkert í því af hverju ég er ekki löngu búin að þessu.
Fátt fallegra en loginn af kertinu á dimmu haustkvöldi og þegar það fær svona fallegt munstur til að lýsa í gegnum fær það alveg himnest útlit.
sunnudagur, 4. nóvember 2012
Af litlum efnum koma góðu hugmyndirnar
Síðustu vikur hef ég skoðað hundruðir af híbýlum, stórum og smáum, gömlum og nýjum, fallegum og ljótum og eiginlega allt þar á milli. Við fjölskyldan ákváðum nefnilega ekki fyrir svo löngu að við þyrftum að flytja okkur um set. Fundum reyndar draumahúsið og stóðum með samninginn í höndunum, tilbúin að skrifa undir þegar við fengum þau skilaboð að húsið var selt. Mikil vondbryggði hjá öllum fjölskyldumeðlimum, enda farin að innrétta húsið í huganum og rífast (í góðu þó) um hver fengi stæðsta herbergið. En þetta bakslag þýddi auðvitað að leitin að draumahúsinu fór aftur í gang og því hef ég nú setið yfir tölvunni og skoðað og skoðað. Við ætlum að halda okkur við planið að flytja héðan úr Skeljagarðinum og rembast við að finna heimili nær vinnunni hans Hanna og óskastaðan er að það fylgi bílskúr og garður. Við erum ekkert að biðja um einhverja höll, enda ekki vön því að búa þannig, bara hús með smá privat og plássi fyrir alla og okkar áhugamál.
Með þessa ákvörðun okkar byrjaði s.s. ballið. Pappakassar komu í stríðum straumi inn á gólf og það sem við höfum lengi hugsað til með hryllingi hófst. Að pakka niður.
Með þessa ákvörðun okkar byrjaði s.s. ballið. Pappakassar komu í stríðum straumi inn á gólf og það sem við höfum lengi hugsað til með hryllingi hófst. Að pakka niður.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Hildur
- Unknown
Vinsælast
-
Datt í hug þegar ég var að fara yfir myndirnar mínar og sá þessa að þó það sé ennþá nokkuð í jólin þá er akkúrat núna tíminn til að safn...
-
Stjörnumunstrið komið á niðursuðudósina Sáraeinfalt en smá undirbúning þarf áður en farið er að hamra á dósinni. Verð að segja það að...
-
Síðustu vikur hef ég skoðað hundruðir af híbýlum, stórum og smáum, gömlum og nýjum, fallegum og ljótum og eiginlega allt þar á milli. Við f...
Flokkar
- DIY (7)
- endurvinnsla (6)
- epli (2)
- Haust (1)
- húsgögn (3)
- hönnun (6)
- Ítalskt (1)
- jól (2)
- kaffi (1)
- marmilaði og mauk (2)
- Matur (4)
- myndir (2)
- sól (1)
- uppskriftir (4)
Knúið með Blogger.